
Lestu um leikinn: HK 4 - 2 Fjölnir
„Ég er alveg ótrúlega ánægður með sigurinn. Frammistaðan var góð mestallan leikinn. Leiðinlegt að fá á okkur mörk.''
HK lenti 1-2 undir í seinni hálfleik, en náði samt í þrjú stig að lokum.
„Geggjaður karakter að koma til baka, við lendum 1-2 undir í seinni hálfleik og við skorum þrjú mörk og kláruðum leikinn.''
María Lena á 20 ára afmæli í dag og fagnaði því með frábærri frammistöðu í kvöld.
„Hún tók afmælisdaginn sinn með trompi. Hún skoraði tvö og lagði svo upp eitt í lokin.''
Guðni var spurður um markmið HK í deildinni í ár.
„Liðið var að berjast í botnbaráttu í fyrra og það hefur enginn áhuga á að gera það aftur. Við viljum klifra upp töfluna og berjast í efri hlutanum.''
Viðtalið má nálgast í heild sinni hér að ofan