banner
   mið 11. maí 2022 20:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rosalegur gluggadagur í Mosó - Alexandra Soree mætt (Staðfest)
Í leik með Blikum í sumar.
Í leik með Blikum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur farið mikinn á þessum gluggadegi, það er að segja kvennalið félagsins.

Afturelding eru nýliðar í Bestu deild kvenna en liðið hefur farið brösulega af stað í deildinni. Meiðslavandræði hafa haft mikil áhrif í upphafi móts.

Þrír leikmenn hafa bæst við leikmannahópinn á lokadegi félagaskiptagluggans.

Spænskur miðjumaður fékk félagaskipti í morgun og svo kom Sólveig Jóhannesdóttir Larsen á láni frá Val í kvöld.

Núna síðast var svo Alexandra Soree að koma til félagsins. Hún kemur á láni frá Breiðabliki.

Soree er 23 ára miðjumaður sem á nokkra landsleiki að baki fyrir Belgíu. Hún hefur verið á mála hjá Houston Dash og Orlando Pride í bandarísku atvinnumannadeildinni áður en hún kom til Íslands í fyrra.

Hún er búin að byrja fyrstu tvo leiki Blika í Bestu deildinni í sumar en samt sem áður er Kópavogsfélagið tilbúið að lána hana. Gera má ráð fyrir því að koma Alexöndru Jóhannsdóttur í dag hafi einhver áhrif á þá ákvörðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner