banner
   mið 11. maí 2022 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingar ná í efnilegan leikmann úr Breiðholtinu (Staðfest)
Víkingar voru að krækja í efnilegan leikmann.
Víkingar voru að krækja í efnilegan leikmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur krækti í ungan og efnilegan leikmann frá ÍR á lokadegi félagaskiptagluggans í dag.

Hákon Dagur Matthíasson heitir leikmaðurinn og er hann fæddur árið 2005.

Hákon Dagur steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með ÍR í 2. deild í fyrra. Hann kom einnig við sögu í tveimur bikarleikjum þar sem ÍR fór í átta-liða úrslitin.

Hann á þá að baki fjóra leiki með U17 landsliði Íslands.

Leikmaðurinn var með samning við ÍR til 2023 en er núna kominn með félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistaranna.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Hákon muni eitthvað koma við sögu með meistaraflokki Víkinga í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner