Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 11. júní 2019 16:00
Arnar Daði Arnarsson
Arnór Sig tilnefndur sem leikmaður ársins hjá CSKA
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn, Arnór Sigurðsson leikmaður CSKA Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni er einn af fimm leikmönnum félagsins sem eru tilnefndir sem leikmenn ársins hjá félaginu.

Arnór gekk í raðir CSKA í lok ágúst á síðasta ári frá sænska úrvalsdeildarfélaginu, IFK Norrköping. Þar hafði hann verið í um rúmlega eitt ár eftir að hann gekk í raðir sænska félagsins frá uppeldisfélagi sínu ÍA.

Með CSKA í vetur skoraði hann til að mynda bæði gegn Real Madrid og Roma í Meistaradeildinni. Hann varð yngsti Íslendingurinn til að leika í Meistaradeildinni.

Hann skoraði fimm mörk í 21 leik með rússneska liðinu á síðasta tímabili, þar af fjögur á rúmlega mánuði undir lok tímabilsins.

Arnór er í landsliðshópnum hjá Íslandi sem leikur gegn Tyrkjum í kvöld. Hann kom við sögu sem varamaður í 1-0 sigri Íslands á Albaníu á laugardaginn og það verður fróðlegt að sjá hvort hann fái tækifæri á Laugardalsvellinum í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner