Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. júní 2019 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea að hefja viðræður við Lampard
Frank Lampard var að klára sitt fyrsta tímabil með Derby.
Frank Lampard var að klára sitt fyrsta tímabil með Derby.
Mynd: Getty Images
Lampard er fyrrum leikmaður Chelsea. Hann og Eiður Smári Guðjohnsen.
Lampard er fyrrum leikmaður Chelsea. Hann og Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlamaðurinn Nizaar Kinsella, sem fjallar um Chelsea fyrir Goal.com, segir að Chelsea sé að hefja viðræður við Frank Lampard um að gerast næsti knattspyrnustjóri liðsins.

Maurizio Sarri er væntanlega að snúa aftur heim til Ítalíu þar sem hann mun taka við Juventus.

Sarri var að klára sitt fyrsta, og líklega eina tímabil hjá Chelsea. Á tímabilinu vann Chelsea Evrópudeildina, lenti í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar komst í úrslitaleik enska deildabikarsins þar sem liðið tapaði gegn Manchester City í vítspyrnukeppni.

Þrátt fyrir góðan árangur virðist hann vera á leið til Ítalíu. Hann fann ekki fyrir trausti hjá stjórn Chelsea eða stuðningsmönnum félagsins. Þá saknar hann ítalska boltans.

Í slúðrinu í dag var talað um mögulega eftirmenn Sarri hjá Chelsea. Nafn Frank Lampard virðist alltaf komast inn í umræðuna.

Lampard, sem er goðsögn hjá Chelsea eftir frábæran leikmannaferil þar, var að klára sitt fyrsta tímabil sem stjóri Derby í Championship-deildinni. Hann kom Derby í úrslitaleik umspilsins og var hann hársbreidd frá því að koma liðinu upp í ensku úrvalsdeildina.

Kinsella segir í grein sinni að Chelsea muni hitta Lampard og ræða við hann um starfið.

Erik Ten Hag, þjálfari Ajax, er einnig hugsaður sem kostur í starfið en hann hefur áhyggjur af félagaskiptabanninu sem Chelsea er í. Massimiliano Allegri, sem var að hætta með Juventus, hefur svipaðar áhyggjur.

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, hefur verið orðaður við endurkomu til Chelsea í ítölskum fjölmiðlum, en hann þykir ekki raunhæfur kostur að sögn Kinsella. Benitez stýrði Chelsea tímabundið tímabilið 2012/13 og vann hann Evrópudeildina með liðinu.

Chelsea má ekki kaupa leikmenn næstu tvo glugga eftir að hafa verið dæmt fyrir brot á reglum um samninga við leikmenn undir átján ára aldri.

Chelsea áfrýjaði banninu í síðustu viku.


Athugasemdir
banner