Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 11. júní 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 6. sæti
Lengjudeildin
Fram er spáð sjötta sæti.
Fram er spáð sjötta sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson fer inn í sitt annað tímabil með Fram.
Jón Sveinsson fer inn í sitt annað tímabil með Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fred Saraiva
Fred Saraiva
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr Safamýri þar sem Fram leikur heimaleiki sína.
Úr Safamýri þar sem Fram leikur heimaleiki sína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Fram, 139 stig
7. Víkingur Ó., 130 stig
8. Vestri, 92 stig
9. Afturelding, 86 stig
10. Þróttur R., 72 stig
11. Leiknir F., 45 stig
12. Magni 34 stig

6. Fram
Lokastaða í fyrra: Fram hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með tíu stigra, níu töp, þrjú jafntefli og einn í plús í markatölu. Í rauninni miðjumoð eins og það gerist best. Nú er stefnan sett á að gera betur.

Þjálfarinn: Jón Sveinsson er að fara inn í sitt annað tímabil sem þjálfari Fram. Jón er einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram með 312 leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með félaginu á 9. áratugnum. Hann þjálfaði 3. flokk Fram áður en hann tók við meistaraflokk liðsins.

Álit sérfræðings
Úlfur Blandon og Rafn Markús Vilbergsson eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Úlfur gefur sitt álit á Fram.

„Það er mikil samstaða innan hópsins um að gera vel fyrir félagið, innan Fram er vilji til góðra verka og þrátt fyrir ólgusjó undanfarin ár þá spila leikmenn ákaflega stolltir fyrir félagið sem á auðvitað mikla og merkilega sögu. Menn standa þétt á bakvið hvorn annan og fylgja sér á bakvið þjálfarann, það vill enginn fara í sama far og undanfarin ár menn vilja sýna hvað í þeim býr. Hópurinn er vel samsettur og góð barátta um stöður í liðinu. Þeir voru með einn af betri mönnum deildarinnar í fyrra, Fred en hann er kominn til landsins og eftir að reynast þeim dýrmætur. Þórir Guðjóns og Albert Hafsteins er líka komnir til Fram tveir sterkir leikmenn með mikla reynslu úr efstu deild. Fram tefldi fram mörgum ungum uppöldum strákum í fyrra sem eru reynslunni ríkari í ár."

„Lið Fram þarf að sýna meiri stöðugleika ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni í sumar. Þeir voru með besta heimavallaárangur allra liða í deildinni í fyrra þar sem þeir sóttu 23 stig svo þegar komið var á útivöll þá var árangurinn alls ekki eins góður því þá
voru þeir á meðal neðstu liða með 10 stig. Þeir skoruðu ekki mikið af mörkum í fyrra en tveir menn sáu aðalega um að skora mörkin fyrir félagið m.a Helgi Guðjóns sem er farinn í Víking en hann skoraði 15 mörk spurning hvort þeir eiga 10 marka mann innan félagsins sem getur tekið við keflinu."


Lykilleikmenn: Frederico Bello Saraiva, Hlynur Atli Magnússon, Þórir Guðjónsson

Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að sjá hvort að Þórir Guðjóns nái að setja mark sitt á Fram liðið en hann spilaði síðast í 1.deild árið 2013. Það verður líka gaman að sjá hvernig tímabilið þróast hjá Unnari Steini Ingvarssyni sem á 14 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Komnir:
Albert Hafsteinsson frá ÍA
Alexander Már Þorláksson frá KF
Aron Kári Aðalsteinsson frá Breiðabliki (Á láni)
Arnór Siggeirsson frá KV (var á láni)
Ólafur Íshólm Ólafsson frá Breiðabliki
Tryggvi Snær Geirsson frá KR (Á láni)
Tumi Guðjónsson frá Vængjum Júpiters
Þórir Guðjónsson frá Breiðabliki

Farnir:
Helgi Guðjónsson í Víking R.
Hlynur Örn Hlöðversson
Marcao
Stefán Ragnar Guðlaugsson
Tiago Fernandes

Fyrstu þrír leikir Fram:
20. júní, Fram - Leiknir F. (Framvöllur)
28. júní, Magni - Fram (Grenivíkurvöllur)
3. júlí, Fram - Afturelding (Framvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner