Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   þri 11. júní 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Salah skoraði í jafntefli - Ayew skoraði þrennu
Mynd: EPA

Mohamed Salah leikmaður Liverpool skoraði mark Egyptalands í jafntefli gegn Gíneu Bissá í undankeppni HM í gærkvöldi.


Gínea Bissá var með forystuna í hálfleik en Salah jafnaði metin þegar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Egyptaland er á toppi A riðils með 10 stig eftir fjórar umferðir.

Salah lagði upp annað marka liðsins í 2-1 sigri á Búrkína Fasó á fimmtudaginn. Salah hefur komið að 48 mörkum með beinum hætti á tímabilinu með Liverpool og Egyptalandi en Kylian Mbappe hefur komið að flestum mörkum af leikmönnum sem spila í fimm stærstu deildum Evrópu eða 70 talsins.

Jordan Ayew leikmaður Crystal Palace skoraði þrennu þegar Gana vann ótrúlegan 4-3 sigur á Mið-Afríkulýðveldinu. Thomas Partey miðjumaður Arsenal lagði upp eitt mark. Gana er með 9 stig eftir fjóra leiki á toppi I riðils.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner