
Ingvild Stensland, fyrirliði norska landsliðsins, telur að liðið sé sterkara en Ísland í augnablikinu og að þær geti ekki beðið eftir því að spila gegn íslenska liðinu í dag.
,,Við erum mjög spenntar og við viljum byrja því við höfum beðið svo lengi, við höfum verið saman í þrjár vikur og við getum ekki beðið eftir að byrja," sagði Ingvild.
,,Þetta verður erfitt, við þekkjumst mjög vel og síðast þegar við spiluðum gegn þeim þá var það mjög jafn leikur en við vonumst eftir sigri."
,,Ég held að að Ísland hafi þróast mikið sem lið, en ég held að við séum sterkari. Við höfum meiri reynslu, en Ísland hefur spilað leikmönnum utan landsins og hafa þá komist í Evrópukeppni áður."
Norska liðinu hefur ekki gengið vel í vináttuleikjum, en liðið hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum.
,,Ég get ekki logið, við höfum hugsað um þetta, það er erfitt fyrir okkur að tapa svona mörgum leikjum í röð, en við einbeitum okkur að framtíðinni og næsta leik ekki fortíðinni og ég held að við séum það reyndar að þetta hafi ekki áhrif."
,,Þýskaland er sterkasta þjóðin í riðlinum og það er mjög mikilvægt að fá góða byrjun, sérstaklega fyrir andlegu hliðina og því mikilvægur leikur á morgun."
Even Pellerud tók við þjálfun norska liðsins fyrir mótið, en hann hefur unnið bæði EM og HM með liðinu, árið 1993 og 1995.
,,Ég vona það, þetta verður erfitt. Frakkland, Þýskaland og Svíþjóð eru líklegust, en við viljum komast í undanúrslit. Það er okkar markmið," sagði hún að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir