Andri Rafn Yeoman, leikmaður Breiðabliks, er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en hann náði þeim merka áfanga gegn Vaduz í 1. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Andri er fæddur árið 1992 og uppalinn hjá félaginu en hann tók sínu fyrstu skref í efstu deild árið 2009 og hefur síðan þá spilað lykilhlutverk.
Miðjumaðurinn knái var að spila 322 leik sinn fyrir Breiðablik í kvöld en þar með er hann orðinn leikjahæsti maðurinn í sögu félagsins.
Olgeir Sigurgeirsson átti metið en hann lék 321 leik fyrir Breiðablik áður en hann ákvað að fara frá félaginu árið 2015 eftir þrettán ára dvöl.
Andri spilaði í 0-0 jafnteflinu gegn Vaduz og var einn af bestu mönnum vallarins.
Í kvöld varð Þessi snillingur leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafu með 322 mótsleiki. Til hamingju Andri Rafn Yeoman. pic.twitter.com/kqSQEByOzk
— Blikar.is (@blikar_is) July 11, 2019
Athugasemdir