Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 11. júlí 2019 23:05
Brynjar Ingi Erluson
Andri Rafn Yeoman leikjahæstur í sögu Breiðabliks
Andri Rafn Yeoman er leikjahæstur í sögu Breiðabliks
Andri Rafn Yeoman er leikjahæstur í sögu Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rafn Yeoman, leikmaður Breiðabliks, er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en hann náði þeim merka áfanga gegn Vaduz í 1. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Andri er fæddur árið 1992 og uppalinn hjá félaginu en hann tók sínu fyrstu skref í efstu deild árið 2009 og hefur síðan þá spilað lykilhlutverk.

Miðjumaðurinn knái var að spila 322 leik sinn fyrir Breiðablik í kvöld en þar með er hann orðinn leikjahæsti maðurinn í sögu félagsins.

Olgeir Sigurgeirsson átti metið en hann lék 321 leik fyrir Breiðablik áður en hann ákvað að fara frá félaginu árið 2015 eftir þrettán ára dvöl.

Andri spilaði í 0-0 jafnteflinu gegn Vaduz og var einn af bestu mönnum vallarins.



Athugasemdir
banner
banner
banner