Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
   mán 11. júlí 2022 16:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Lecce var aldrei inn í myndinni og er eitt mesta bull sem ég hef heyrt"
,,Held þetta sé gott skref fyrir hann''
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson gekk á dögunum í raðir belgíska félagsins OH Leuven eftir þrjú ár hjá AGF í Danmörku. Faðir hans er Þorsteinn Halldórsson og er hann þjálfari kvennalandsliðsins.

Steini var til viðtals fyrir æfingu landsliðsins í Crewe í dag og var hann spurður út í Jón Dag. Hann þurfti aðeins að hugsa sig um áður en svaraði.

„Þú kemur mér á óvart núna ég var ekki búinn að undirbúa þetta... bara fínt, held þetta sé gott skref fyrir hann. Klúbburinn sýndi honum mikinn áhuga og gerðu allt sem þeir gátu til að fá hann. Hann er í byrjunarliðinu í æfingaleikjum og ef hann stendur sig þá verður hann alltaf í liðinu."

Jón Dagur skoraði tvö mörk í fjórum leikjum með landsliðinu í síðasta mánuði. Telur Steini að frammistaða Jóns Dags í landsleikjum í júní hafi hjálpað honum að taka skrefið til Leuven?

„Nei, ekkert endilega. Í dag fylgjast menn með öllu og það er ekkert endilega bara þessir landsleikir í júní sem telja. Ég held þetta séu bara hlutir sem þróast hægt og rólega - hver tekur hvaða leikmenn. Svo er þetta einhver hringrás sem fer í gang, þú færð tilboð frá ákveðnum félögum og endar á ákveðnum stað af því að þessi er farinn annað og hinn þangað. Þetta er einhver bolti sem rúllar og svo endar þetta svona. Vonandi er þetta bara gott skref fyrir hann og ég hef trú á því."

Ítalskir miðlar fjölluðu mikið um áhuga Lecce á Jóni Degi. Hefuru einhverja skoðun á því hvort að Leuven sé betra skref?

„Lecce á Ítalíu var aldrei inn í myndinni og er eitt mesta bull sem ég hef heyrt," sagði Steini í lok viðtals.
Steini: Hrósaði Berglindi fyrir frábæran fyrri hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner