Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 21:18
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta hafnaði tilboði frá Newcastle - Vilja 50 milljónir punda
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalska félagið Atalanta lítur á varnarmanninn sinn Giorgio Scalvini sem lykilleikmann og ætlar ekki að selja hann í sumar nema fyrir 50 milljónir punda.

Ýmsir fjölmiðlar greina frá þessu í dag eftir að Atalanta hafnaði kauptilboði frá Newcastle í leikmanninn.

Tilboð Newcastle er talið hafa hljóðað upp á tæplega 40 milljónir punda.

Scalvini er áhugasamur um að skipta yfir í enska boltann en Tottenham og Manchester United hafa einnig verið orðuð við leikmanninn. Hann er með þrjú ár eftir af samningi hjá Atalanta.

Scalvini er 21 árs framsækinn miðvörður sem missti af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla, fyrst á hné og svo á öxl. Hann stóð sig þó frábærlega í þeim leikjum sem hann fékk að spila.

Miðvörðurinn hefur þegar leikið 8 landsleiki fyrir Ítalíu þrátt fyrir ungan aldur eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur upp yngri landsliðin þar sem hann spilaði uppfyrir sinn eigin aldursflokk.

Scalvini er hávaxinn og öruggur á boltanum, auk þess að vera teknískur miðað við varnarmann og með góða sendingagetu.
Athugasemdir
banner
banner