Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   fös 11. júlí 2025 15:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir líklega á förum en heimkoma ósennileg
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
BIrnir Snær Ingason er í litlu hlutverki hjá sænska félaginu Halmstad, hefur einungis spilað tæpar 200 mínútur á tímabilinu; komið við sögu í fimm deildarleikjum.

Í síðustu fimm leikjum hefur Birnir verið utan hóps og var leikinn þar á undan ónotaður varamaður.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru talsverðar líkur á að hann færi sig um set í glugganum, en ólíklegt þykir að hann komi heim til Íslands. Hann hefur verið orðaður við heimkomu. Hans gamla félag, Víkingur, hefur verið nefnt í því samhengi. Þá sagði Orri Rafn Sigurðarson frá því á dögunum að Stjarnan hefði einnig augastað á Birni og það hafi heyrst af áhuga erlendra félaga, t.d. frá Grikklandi.

„Við skoðum það auðvitað, við vitum ekki hvað Birnir vill gera með sig, hann á nóg eftir af samningi, við verðum bara að sjá til hvað hann ákveður að gera strákurinn. Þetta yrði alltaf hans ákvörðun og hvort að Halmstad vilji sleppa honum, hann er á samningi," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, við Fótbolta.net fyrr í þessari viku.

Birnir er 28 ára vinstri kantmaður, hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Halmstad.

Athugasemdir
banner