Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Bournemouth nær samkomulagi við Chelsea um kaupverð
Mynd: Chelsea
Sky Sports greinir frá því að Bournemouth sé búið að ná samkomulagi við Chelsea um kaupverð fyrir markvörðinn Djordje Petrovic.

Bournemouth er sagt vera búið að bjóða þær 25 milljónir punda sem Chelsea vildi fá fyrir leikmanninn.

Petrovic hefur verið hjá Chelsea í tvö ár eftir að hann var keyptur fyrir 14 milljónir punda úr röðum New England Revolution í Bandaríkjunum.

Hann er 25 ára gamall og með 7 A-landsleiki að baki fyrir Serbíu. Hann lék 31 leik á sínu fyrsta tímabili hjá Chelsea, þar af 23 í ensku úrvalsdeildinni, og var svo lánaður til systurfélagsins Strasbourg á síðustu leiktíð. Hann stóð sig vel í frönsku deildinni og voru nokkur félög áhugasöm um að kaupa hann í sumar.

Sunderland, Aston Villa, Leeds, Brentford og Wolves voru einnig orðuð við Petrovic í sumar auk erlendra félaga á borð við Fiorentina, Galatasaray og Mónakó.

Petrovic mun líklegast ganga beint inn í byrjunarliðið hjá Bournemouth, með Mark Travers og Neto til vara.

Petrovic, sem er aðalmarkvörður bandaríska landsliðsins, verður fyrsti markvörðurinn sem Bournemouth kaupir fyrir háa upphæð síðan félagið komst fyrst upp í ensku úrvalsdeildina fyrir tíu árum síðan.
Athugasemdir
banner