Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Danskur landsliðsmaður snýr aftur til Burnley
Bruun Larsen var einn af fáum ljósum punktum í liði Burnley tímabilið 2023-24, þar sem hann lék undir stjórn Vincent Kompany.
Bruun Larsen var einn af fáum ljósum punktum í liði Burnley tímabilið 2023-24, þar sem hann lék undir stjórn Vincent Kompany.
Mynd: Burnley
Burnley er búið að ná samkomulagi við Stuttgart um kaup á danska landsliðsmanninum Jacob Bruun Larsen.

Larsen er 26 ára kantmaður og er hann búinn að samþykkja fjögurra ára samning hjá Burnley.

Larsen þekkir vel til hjá Burnley eftir að hafa leikið með liðinu á láni fyrir tveimur tímabilum. Hann féll með Burnley það árið en skoraði 6 mörk í 32 úrvalsdeildarleikjum.

Á síðustu leiktíð kom Larsen við sögu í 35 leikjum með Stuttgart, yfirleitt inn af bekknum. Hann kom að 6 mörkum á tímabilinu.

Larsen er aðeins með 7 A-landsleiki að baki fyrir Dani eftir að hafa verið algjör lykilmaður upp yngri landsliðin.

Burnley er þegar búið að krækja í Loum Tchaouna, Quilindschy Hartman, Marcus Edwards, Kyle Walker, MAx Weiss, Axel Tuanzebe, Zian Flemming, Bashir Humphreys og Jaidon Anthony í sumar.

Lærisveinar Scott Parker ætla sér ekki að falla aftur niður um deild eftir að hafa endað í öðru sæti Championship deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner