Woody Johnson hefur fengið grænt ljós frá stjórn ensku úrvalsdeildarinnar til að ganga frá kaupum á 43% hlut í Crystal Palace.
Johnson, sem er eigandi New York Jets í NFL deildinni, kaupir hlutinn af John Textor sem á einnig meirihluta í franska félaginu Lyon meðal annars.
Crystal Palace vann FA bikarinn eftir sigur gegn Manchester City í úrslitaleiknum 17. maí og vann sér þar inn þátttökurétt í Evrópudeildina, en var í dag dæmt niður í Sambandsdeildina vegna eignarhalds félagsins.
Til að gera félagið gjaldgengt fyrir Evrópudeildina þurfti Textor að selja hlut sinn í Palace fyrir 1. mars, sem honum tókst ekki að gera þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann fær að lokum 190 milljónir punda fyrir sinn hlut.
Stjórnendur Crystal Palace eru æfir yfir þessari ákvörðun UEFA og munu áfrýja henni til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins í Sviss.
09.07.2025 14:54
Lyon áfram í efstu deild og það eru vondar fréttir fyrir Crystal Palace
11.07.2025 16:00
Palace fellt niður úr Evrópudeildinni (Staðfest)
Athugasemdir