
Framundan er bikarúrslitahelgi á Laugardalsvelli þar sem Breiðablik og ÍBV eigast við í kvennaflokki á föstudag og á laugardag er það viðureign Vals og ÍBV í karlaflokki.
Ian Jeffs er leikmaður karlaliðs ÍBV og þjálfari kvennaliðsins. Jóhann Ingi Hafþórsson ræddi við hann um kvennaúrslitaleikinn.
Ian Jeffs er leikmaður karlaliðs ÍBV og þjálfari kvennaliðsins. Jóhann Ingi Hafþórsson ræddi við hann um kvennaúrslitaleikinn.
„Ég hlakka til leiksins á föstudaginn. Það er mikil spenna og við erum tilbúin í þetta," segir Jeffs.
„Þetta er stór helgi fyrir Vestmannaeyjar og frábært að fá bæði karla- og kvennaliðið í úrslitin. Breiðablik er með hörkulið en ég hef trú á okkar liði. Við byrjuðum tímabilið ekki vel en það hefur verið stígandi og júlímánuður var góður fyrir okkur."
„Dagsformið skiptir miklu máli í bikarúrslitaleikjum. Ég hef mikla trú á að við getum náð góðum úrslitum. Við erum „underdogs" en ég þekki þetta Breiðablikslið vel. Við getum alveg unnið þessi lið."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir