Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 11. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Man City lánar Harrison til Leeds þriðja tímabilið í röð (Staðfest)
Jack Harrison
Jack Harrison
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds hefur fengið Jack Harrison á láni frá Manchester City út tímabilið en þetta er þriðja tímabilið í röð sem Leeds fær hann að láni.

Harrison, sem er 23 ára gamall vængmaður, gekk til liðs við Manchester City frá New York City FC árið 2018.

Hann var lánaður til Leeds tímabilið 2018-2019 og var Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, ánægður með leikmanninn og fékk hann aftur á láni á síðasta tímabili.

Harrison spilaði miklvæga rullu í því að liðið komst upp í úrvalsdeildina og nú er ljóst að hann mun leika með Leeds þriðja tímabilið í röð.

Hann spilaði 49 leiki fyrir Leeds í öllum keppnum á síðustu leiktíð, skoraði 6 mörk og lagði upp 8.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner