Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. ágúst 2022 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Damir segir Terry langbestan - „Þetta númer á ekki að vera lengur til"
Kalidou Koulibaly.
Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard og John Terry, tvær goðsagnir.
Frank Lampard og John Terry, tvær goðsagnir.
Mynd: Getty Images
Lukaku ákvað að fara aftur til Inter eftir vonbrigðartímabil hjá Chelsea.
Lukaku ákvað að fara aftur til Inter eftir vonbrigðartímabil hjá Chelsea.
Mynd: Inter
Miðvörðurinn Kalidou Koulibaly gekk í raðir Chelsea frá Napoli í sumar.

Koulibaly fékk leyfi frá sjálfum John Terry - sem er goðsögn hjá Chelsea - til að nota treyju númer 26. Koulibaly byrjaði að nota treyju númer 26 þegar hann gekk í raðir Napoli sumarið 2014.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem notar treyju númer 26 frá því John Terry hætti, en hann hringdi í fyrrum fyrirliðann til þess að fá leyfi frá honum.

„Ég er búinn að bíða lengi eftir honum í ensku úrvalsdeildina. Þetta er alvöru gæi og ég vona að hann verði mjög góður," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks og stuðningsmaður Chelsea, í hlaðvarpinu Enski boltinn á dögunum. „Þetta er stórt nafn og hann var geggjaður á Ítalíu, en þetta er allt önnur deild. Ég vona að þetta smellpassi."

„Terry er langbesti varnarmaður í sögu ensku deildarinnar og þetta númer á ekki að vera lengur til hjá Chelsea. Upp í hillu með þetta," sagði Damir en Terry lék í treyju númer 26 nánast allan sinn feril.

„Það hefði verið geggjað ef hann hefði tekið tvistinn, þá hefðum við getað kallað hann K2 - fjallið í vörninni," sagði Stefán Marteinn Ólafsson í þættinum.

Gekk ekki upp með Lukaku
Það hafa nokkrir leikmenn komið til Chelsea en það vantar mögulega sóknarmann þarna inn. Romelu Lukaku kom til félagsins í fyrra en það var tilraun sem gekk ekki upp, hann hentaði ekki og er farinn til Inter á Ítalíu.

„Hann kemur tímabilið eftir að við vinnum Meistaradeildina og við héldum í alvöru að þetta væri síðasta púslið til þess að við gætum verið samkeppnishæfir um allt galleríið. Hann þarf að tileinka sér það að tala minna og skora meira," segir Stefán um Lukaku.

„Ég bjóst við því að hann væri að fara að vera geðveikur. Ég veit ekki hvað gerist. Hann fór í eitthvað viðtal og urðaði einhvern veginn yfir Chelsea," sagði Damir.

„Þetta viðtal var mjög spes. Hann var svo hættur að taka þessi hlaup á nærstöngina sem hann var að gera... það var eins og hann hafi misst áhugann á þessu, áhuginn á verkefninu fór," sagði Stefán en Lukaku fann sig ekki alveg hjá Chelsea og gafst svo bara upp.

„Það er ekkert þreyttara en að sjá framherja sem fær ekki boltann og lyftir alltaf höndunum upp: 'Af hverju gefurðu ekki boltann á mig?' Það er ekkert þreyttara," sagði Damir.

Rætt var um það í þættinum að Chelsea þurfi alvöru sóknarmann til að geta barist við Liverpool og Manchester City um meistaratitilinn. Damir nefndi að hann hefði viljað sjá Robert Lewandowski koma, en hann fór til Barcelona.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Chelsea aldrei neðar en í þriðja sæti
Athugasemdir
banner
banner
banner