fim 11. ágúst 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Forest nálgast Freuler - Jenkinson farinn til Ástralíu
Mynd: Getty Images

Nottingham Forest hefur verið duglegt í að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir úrvalsdeildartímabilið og er að landa sínum tólfta leikmanni í sumar.


Sá heitir Remo Freuler og er landsliðsmaður Sviss og leikmaður Atalanta í Serie A. Hann er 30 ára gamall og með 46 leiki að baki fyrir þjóð sína. Á síðustu sex árum hefur Freuler spilað meira 250 keppnisleiki fyrir Atalanta en þar áður var  hann hjá Luzern í heimalandinu.

Forest mun borga 9 milljónir evra fyrir Freuler sem hefur mikinn áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni áður en hann verður alltof gamall.

Félagið er þá búið að losa sig við hægri bakvörðinn Carl Jenkinson sem hóf ferilinn hjá Arsenal og lék einnig fyrir West Ham á láni áður en hann hélt til Forest.

Jenkinson er farinn á frjálsri sölu og skrifar undir samning við Newcastle Jets í Ástralíu eftir að hafa aðeins spilað 15 leiki á tveimur árum hjá Forest.

Forest er þá einnig búið að selja Xande Silva og Nuno Da Costa. Xande, sem var eitt sinn á mála hjá West Ham, er farinn til Dijon þar sem hann mun klæðast treyju númer 10 á meðan Da Costa fer til Auxerre.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner