Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 11. ágúst 2022 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle undirbýr tilboð í Goncalo Ramos
Goncalo Ramos ásamt Fabio Silva og Vitinha í ógnarsterku U21 landsliði Portúgala.
Goncalo Ramos ásamt Fabio Silva og Vitinha í ógnarsterku U21 landsliði Portúgala.
Mynd: EPA

Newcastle United er enn í leit að framherja til að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi tímabil.


Callum Wilson og Chris Wood eru í baráttu um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu og ætlar Newcastle að reiða fram tilboð í Goncalo Ramos á næstu dögum. Sky Sports greinir frá þessu.

Enska félagið mun þurfa að borga á milli 25 og 30 milljónir punda fyrir Ramos sem er 21 árs gamall framherji Benfica og portúgalska U21 landsliðsins.

Ramos skoraði átta mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 46 leikjum á síðustu leiktíð þar sem hann kom þó oft inn af bekknum. Nýr þjálfari Benfica, Roger Schmidt, vill styrkja leikmannahópinn fyrir komandi tímabil og þarf pening til að fá nýja leikmenn inn. Það hentar því vel að selja Ramos í sumar þó að hann sé mikið efni.

Hann mun ekki aðeins berjast við Wilson og Wood um sæti í byrjunarliðinu því hann getur einnig leiki í holunni fyrir aftan fremsta mann.

Ramos hefur skorað 14 mörk í 18 leikjum með U21 landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner