Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. ágúst 2022 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid kaupir ekki meira í sumar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir að félagið stefni ekki á að kaupa fleiri leikmenn í sumar eftir komu Aurelien Tchouameni frá Mónakó og Antonio Rüdiger frá Chelsea.


Real vann bæði spænsku deildina og Meistaradeildina á síðustu leiktíð undir stjórn Carlo Ancelotti. Karim Benzema fór á kostum og raðaði inn mörkunum en hann á sér enga alvöru varaskeifu eftir brottfarir Luka Jovic, Gareth Bale, Isco og Borja Mayoral í sumar.

Real gæti lent í alvarlegum vandræðum ef Benzema, sem verður 35 ára í desember, verður fyrir meiðslum. Rodrygo Goes, Vinicius Junior, Eden Hazard og Marco Asensio eru einnig í leikmannahópinum en þeir spila aðallega úti á kanti.

„Með leikmannahópinn sem við höfum undir höndunum þá búumst við ekki við því að styrkja okkur frekar í sumar," sagði Perez.

Lucas Vazquez og Federico Valverde eru fjölhæfir leikmenn í hópi Real Madrid sem geta einnig leikið í sóknarlínunni. Valverde byrjaði til að mynda á hægri kanti í úrslitaleik evrópska Ofurbikarsins gegn Eintracht Frankfurt í gærkvöldi og stóð sig með prýði.

Ancelotti hefur verið við stjórnvölinn hjá Real í eitt ár og átti félagið nákvæmlega eins sumarglugga í fyrra. Þá keypti félagið Eduardo Camavinga frá Rennes fyrir rúmlega 30 milljónir evra og fékk David Alaba svo á frjálsri sölu frá FC Bayern.

Leikmannahópur Real Madrid:
Markverðir:
 Thibaut Courtois, Andryi Lunin

Varnarmenn: Dani Carvajal, Alvaro Odriozola, Ferland Mendy, David Alaba, Nacho, Eder Militao, Antonio Rüdiger, Jesus Vallejo

Miðjumenn: Toni Kroos, Luka Modric, Casemiro, Aurelien Tchouameni, Eduardo Camavinga, Federico Valverde, Lucas Vazquez, Dani Ceballos

Framherjar: Rodrygo Goes, Vinicius Junior, Eden Hazard, Marco Asensio, Mariano Diaz, Karim Benzema


Athugasemdir
banner
banner