Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu frábært flugskallamark Ísaks - Þrjú mörk í fjórum leikjum
Mynd: Lyngby
Ísak Snær Þorvaldsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Lyngby í gær þegar liðið tók á móti Hvidövre í dönsku B-deildinni.

Ísak lék fyrstu 70 mínúturnar í leiknum og skoraði jöfnunarmark fyrir Lyngby á 48. mínútu.

Markið kom eftir fyrirgjöf frá hægri sem Ísak kastaði sér á og stangaði boltann í jörðina og þaðan í netið, glæsilega gert. Markið var þriðja mark Ísaks í fjórum leikjum frá komu sinni frá Rosenborg, en þaðan kom hann á láni í síðasta mánuði. Hann er greinilega funheitur og er mínútunum að fjölga.

Lyngby tapaði leiknum í gær en sigurmark Hvidövre kom eftir að Ísak var tekinn af velli. Lyngby er í 3. sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir.


Athugasemdir
banner