Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað en fyrsti leikur er næsta föstudag. Síðustu daga höfum við verið að hita upp með því að opinbera sérstaka spá Fótbolta.net fyrir deildina.
Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer sjö sem er hver verða verstu kaup tímabilsins?
Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer sjö sem er hver verða verstu kaup tímabilsins?
Adda Baldursdóttir, sérfræðingur
Noni Madueke til Arsenal.
Andri Már Eggertsson, fjölmiðlamaður
Noni Madueke verða verstu kaup tímabilsins og það verður ekki einu sinni samkeppni.
Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH
Wirtz, fullt af pening fyrir miðlungs spilara.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks
Noni Madueke til Arsenal. Mun bara ekki ganga því miður.
Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV
Hugo Ekiteke mun eiga erfitt uppdráttar á fyrsta tímabili en springa út á næsta tímabili aftur á móti.
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
Gyökeres, hann verður undir 18 mörkum og því mikil vonbrigði.
Kjartan Atli, sjónvarpsmaður og körfuboltaþjálfari
Dan Ndoye. Mér sýnist hlutfall leikmanna sem blómstra á Englandi eftir að hafa verið keyptir úr Serie A ekki vera neitt sérstaklega hátt.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram
Noni Madueke. 50 milljónir fyrir algjöra B týpu af Saka. Why? Fársjúkir Arsenal vinir mínir mega endilega senda á mig DM og útskýra.
Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins
Ég hef verulegar áhyggjur af Zubimendi hjá Arsenal.
Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður hjá SÝN
Erfitt að svara þessu. En eflaust einhver í Manchester United. Það er árlegt dæmi. Set Mbuemo á þetta.
10.08.2025 09:30
Tíu spurningar fyrir enska: Hver verður markakóngur?
08.08.2025 14:16
Tíu spurningar fyrir enska: Hver verða bestu kaup tímabilsins?
07.08.2025 17:30
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða stjóri verður fyrst rekinn?
07.08.2025 12:40
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða lið kemur mest á óvart?
06.08.2025 15:00
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða lið verður meistari?
Athugasemdir