Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mið 11. september 2019 14:04
Magnús Már Einarsson
Kári í myndatöku í dag - Arnar óttast það versta
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kári Árnason, varnarmaður Víkings, mun fara í myndatöku í dag klukkan 16:00 til að skera úr um hversu alvarleg meiðsli hans eru. Kári meiddist aftan í læri undir lokin í 4-2 tapi Íslands gegn Albaníu í gær.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast eftir því besta en segir ólíklegt að Kári verði með í bikarúrslitaleiknum gegn FH á laugardaginn.

„Hann fer í myndatöku klukkan fjögur í dag en miðað við eigin reynslu og hvernig þetta leit út þá eru þetta 2-3 vikur. Við vonumst eftir því besta en óttumst það versta," sagði Arnar við Fótbolta.net í dag.

„Samkvæmt minni doktorsgráðu í meiðslum lítur þetta ekki vel út. Þá er þetta tækifæri fyrir aðra. Við munum klárlega mæta með ellefu leikmenn á laugardaginn. Það eru yngri leikmenn sem hafa stigið stórt skref í sumar þegar þeir hafa fengið ákveðnar mínútur og þeir verða tilbúnir, trúðu mér."

Kári er uppalinn Víkingur og kom aftur til félagsins í sumar eftir langan feril í atvinnumennsku erlendis.

„Ég er hrikalega leiður fyrir hans hönd ef hann nær ekki leiknum. Hann er Víkingur út í gegn og það er versta mál ef hann nær ekki leiknum," sagði Arnar.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Arnar.
Hvernig fer Víkingur - Valur á sunnudagskvöld?
Athugasemdir
banner