Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 11. september 2020 20:00
Aksentije Milisic
Segir Muller vera magnaðasta leikmann í sögu þýska boltans
Mynd: Getty Images
Jupp Heynckes, fyrrverandi þjálfari Bayern Munchen, hefur lýst Thomas Muller, leikmanni liðsins, sem magnaðasta leikmanni í sögu þýska boltans.

Muller hefur spilað 525 leiki fyrir Bayern Munchen á ferlinum og segir Heynckes að hann sé með rétta hugafarið og leikaðferðina og þess vegna er hann að uppskera á stærsta sviðinu.

Muller hefur unnið Meistaradeildina í tvígang með Bayern, þýska bikarinn sex sinnum, þýsku deildina níu sinnum, þýska ofurbikarinn fimm sinnum og orðið heimsmeistari félagsliða einu sinni svo eitthvað sé nefnt.

„Muller er að mínu mati magnaðasti leikmaður þýska boltans frá upphafi, ásamt Gerd Muller. Hugafarið hans er magnað og hvernig hann spilar leikinn. Hann er mjög vinnusamur og keyrir liðið áfram," sagði Jupp.

„Hann sýnir það trekk í trekk að hann sé liðsmaður. Hann gerir allt sem hann getur svo að liðið vinni leiki og því gangi vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner