Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. september 2020 19:48
Aksentije Milisic
Viktor Jónsson framlengir við ÍA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, hefur framlengt samning sinn við félagið og gildir sá samningur til lok tímabilsins 2022.

Viktor er á sínu öðru tímabilinu með ÍA en hann gekk til liðs við félagið frá Þrótti Reykjavík þar sem hann skoraði eins og óður maður í fyrstu deildinni.

Viktor er uppalinn í Víking Reykjavík en hann gekk í raðir Þróttar fyrir tímabilið 2016 og lék þar í þrjú ár. Viktor hefur spilað 170 leiki og skorað 79 mörk á Íslandi.

„Viktor Jónsson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnufélag ÍA til lok tímabilsins 2022.
Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir okkur Skagamenn að þessi öflugi sóknamaður hafi framlengt dvöl sinni hjá okkur,"
segir í tilkynningu ÍA á Facebook nú í kvöld.

„Viktor er gríðarlega mikilvægur leikmaður í liði okkar og það eru frábærar fréttir að hann sé búinn að skrifa undir 3ja ára samning. Viktor er gríðarlega mikilvægur hlekkur í okkar leikstíl og mikill leiðtogi innan vallar sem utan," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir undirskriftina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner