Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
   lau 11. september 2021 23:12
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Við verðum að horfa á það sem við stjórnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann afar öflugan 3-0 sigur á Val í kvöld og færðist enn nær Íslandsmeistaratitlinum, eða hvað Óskar Hrafn?

Við getum svosem ekki sagt það en þetta var góð frammistaða og góður sigur. Frammistaðan var frábær og mér fannst úrslitin vera það sem við áttum skilið. Mér fannst þetta aldrei spurning og við vera með góða stjórn á þessu.

Eftir að Blikar skoruðu höfðu þeir öll tök á leiknum.

Þegar við skorum þá þurfa þeir að fara framar og þegar það gerist þá opnast svæði sem þeir kannski vildu ekki að opnuðust. Í svona leik er fyrsta markið algerlega gulls ígildi. Um leið og þú ert búinn að ná markinu þá breytast hlutirnir.

Blikar eru í ökumannssætinu og titillinn innan seilingar. Hvernig gengur að halda einbeitingu í þeim aðstæðum sem eru nýjar fyrir Blika í sumar?

Við finnum ekki fyrir aukinni pressu og tökum einn leik fyrir í einu. Í dag gekk vel og svo tekur við vika fram að FH leik. Um leið og við missum sjónar af okkur sjálfum og því sem við getum stjórnað þá gætum við lent í vandræðum.

FH er búið að vera mjög gott að undanförnu, spila pressulausir og vel. Það er mikilvægt fyrir FH-inga að klára mótið vel og koma inn jákvæðni fyrir veturinn. Ég veit að Óli Jó þolar enga meðalmennsku, þeir verða mjög vel peppaðir.


Eftir tap í fyrsta heimaleik hafa Blikar unnið níu heimaleiki í röð með markatölunni 29-1 og gert Kópavogsvöll að gryfju!

Okkur líður vel hérna, það er ekki að neita því. Með þessa áhorfendur í stúkunni þá líður mönnum vel hérna. Það er dýrmætt að eiga góðan heimavöll og er eitthvað sem við þurfum að vernda.

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir.

Athugasemdir
banner
banner
banner