Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 11. september 2021 23:12
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Við verðum að horfa á það sem við stjórnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann afar öflugan 3-0 sigur á Val í kvöld og færðist enn nær Íslandsmeistaratitlinum, eða hvað Óskar Hrafn?

Við getum svosem ekki sagt það en þetta var góð frammistaða og góður sigur. Frammistaðan var frábær og mér fannst úrslitin vera það sem við áttum skilið. Mér fannst þetta aldrei spurning og við vera með góða stjórn á þessu.

Eftir að Blikar skoruðu höfðu þeir öll tök á leiknum.

Þegar við skorum þá þurfa þeir að fara framar og þegar það gerist þá opnast svæði sem þeir kannski vildu ekki að opnuðust. Í svona leik er fyrsta markið algerlega gulls ígildi. Um leið og þú ert búinn að ná markinu þá breytast hlutirnir.

Blikar eru í ökumannssætinu og titillinn innan seilingar. Hvernig gengur að halda einbeitingu í þeim aðstæðum sem eru nýjar fyrir Blika í sumar?

Við finnum ekki fyrir aukinni pressu og tökum einn leik fyrir í einu. Í dag gekk vel og svo tekur við vika fram að FH leik. Um leið og við missum sjónar af okkur sjálfum og því sem við getum stjórnað þá gætum við lent í vandræðum.

FH er búið að vera mjög gott að undanförnu, spila pressulausir og vel. Það er mikilvægt fyrir FH-inga að klára mótið vel og koma inn jákvæðni fyrir veturinn. Ég veit að Óli Jó þolar enga meðalmennsku, þeir verða mjög vel peppaðir.


Eftir tap í fyrsta heimaleik hafa Blikar unnið níu heimaleiki í röð með markatölunni 29-1 og gert Kópavogsvöll að gryfju!

Okkur líður vel hérna, það er ekki að neita því. Með þessa áhorfendur í stúkunni þá líður mönnum vel hérna. Það er dýrmætt að eiga góðan heimavöll og er eitthvað sem við þurfum að vernda.

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir.

Athugasemdir
banner