West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   lau 11. september 2021 23:12
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Við verðum að horfa á það sem við stjórnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann afar öflugan 3-0 sigur á Val í kvöld og færðist enn nær Íslandsmeistaratitlinum, eða hvað Óskar Hrafn?

Við getum svosem ekki sagt það en þetta var góð frammistaða og góður sigur. Frammistaðan var frábær og mér fannst úrslitin vera það sem við áttum skilið. Mér fannst þetta aldrei spurning og við vera með góða stjórn á þessu.

Eftir að Blikar skoruðu höfðu þeir öll tök á leiknum.

Þegar við skorum þá þurfa þeir að fara framar og þegar það gerist þá opnast svæði sem þeir kannski vildu ekki að opnuðust. Í svona leik er fyrsta markið algerlega gulls ígildi. Um leið og þú ert búinn að ná markinu þá breytast hlutirnir.

Blikar eru í ökumannssætinu og titillinn innan seilingar. Hvernig gengur að halda einbeitingu í þeim aðstæðum sem eru nýjar fyrir Blika í sumar?

Við finnum ekki fyrir aukinni pressu og tökum einn leik fyrir í einu. Í dag gekk vel og svo tekur við vika fram að FH leik. Um leið og við missum sjónar af okkur sjálfum og því sem við getum stjórnað þá gætum við lent í vandræðum.

FH er búið að vera mjög gott að undanförnu, spila pressulausir og vel. Það er mikilvægt fyrir FH-inga að klára mótið vel og koma inn jákvæðni fyrir veturinn. Ég veit að Óli Jó þolar enga meðalmennsku, þeir verða mjög vel peppaðir.


Eftir tap í fyrsta heimaleik hafa Blikar unnið níu heimaleiki í röð með markatölunni 29-1 og gert Kópavogsvöll að gryfju!

Okkur líður vel hérna, það er ekki að neita því. Með þessa áhorfendur í stúkunni þá líður mönnum vel hérna. Það er dýrmætt að eiga góðan heimavöll og er eitthvað sem við þurfum að vernda.

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir.

Athugasemdir