Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 11. september 2021 23:12
Magnús Þór Jónsson
Óskar: Við verðum að horfa á það sem við stjórnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann afar öflugan 3-0 sigur á Val í kvöld og færðist enn nær Íslandsmeistaratitlinum, eða hvað Óskar Hrafn?

Við getum svosem ekki sagt það en þetta var góð frammistaða og góður sigur. Frammistaðan var frábær og mér fannst úrslitin vera það sem við áttum skilið. Mér fannst þetta aldrei spurning og við vera með góða stjórn á þessu.

Eftir að Blikar skoruðu höfðu þeir öll tök á leiknum.

Þegar við skorum þá þurfa þeir að fara framar og þegar það gerist þá opnast svæði sem þeir kannski vildu ekki að opnuðust. Í svona leik er fyrsta markið algerlega gulls ígildi. Um leið og þú ert búinn að ná markinu þá breytast hlutirnir.

Blikar eru í ökumannssætinu og titillinn innan seilingar. Hvernig gengur að halda einbeitingu í þeim aðstæðum sem eru nýjar fyrir Blika í sumar?

Við finnum ekki fyrir aukinni pressu og tökum einn leik fyrir í einu. Í dag gekk vel og svo tekur við vika fram að FH leik. Um leið og við missum sjónar af okkur sjálfum og því sem við getum stjórnað þá gætum við lent í vandræðum.

FH er búið að vera mjög gott að undanförnu, spila pressulausir og vel. Það er mikilvægt fyrir FH-inga að klára mótið vel og koma inn jákvæðni fyrir veturinn. Ég veit að Óli Jó þolar enga meðalmennsku, þeir verða mjög vel peppaðir.


Eftir tap í fyrsta heimaleik hafa Blikar unnið níu heimaleiki í röð með markatölunni 29-1 og gert Kópavogsvöll að gryfju!

Okkur líður vel hérna, það er ekki að neita því. Með þessa áhorfendur í stúkunni þá líður mönnum vel hérna. Það er dýrmætt að eiga góðan heimavöll og er eitthvað sem við þurfum að vernda.

Nánar er rætt við Óskar í viðtalinu sem fylgir.

Athugasemdir
banner
banner
banner