Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. september 2022 00:00
Brynjar Ingi Erluson
Ánægður að hafa selt Haaland - „Varð að byrði"
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Sebastian Kehl, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund í Þýskalandi, segist hafa verið mjög svo ánægður með að hafa selt norska framherjann Erling Braut Haaland til Manchester City í sumar.

Haaland skoraði 86 mörk í 89 leikjum fyrir Dortmund á tæpum þremur tímabilum.

Framherjinn var allt í öllu í sóknarleik félagsins en Kehl segir að hann hafi verið byrði í restina.

Öll félög heimsins voru á eftir honum og það var ekki talað um annað en hvert Haaland myndi fara. Kehl var því ánægður með að selja hann í sumar.

„Eins mikið og ég hef alltaf kunnað að meta Erling og þeim árangri sem hann náði með okkur frá byrjun þá var þetta málefni orðið að byrði, bæði í búningsklefanum og fyrir félagið. Ef við tölum bara almennt fyrir allt umhverfið, þá var þetta bara hann," sagði Kehl við Bild.

„Tímasetning sölunnar var rétt, bæði fyrir okkur og Manchester City. Það að fyrstu tíu mörk tímabilsins hafa verið skoruð af tíu mismunandi leikmönnum sannar það," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner