Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 11. september 2022 16:05
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Baráttusigur Leiknis á Val - FH tók Skagamenn í kennslustund
Vuk Oskar skoraði tvö í stórsigri FH
Vuk Oskar skoraði tvö í stórsigri FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birgir Baldvinsson afgreiddi Val í dag
Birgir Baldvinsson afgreiddi Val í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Magnússon er kominn með 14 mörk í deildinni
Guðmundur Magnússon er kominn með 14 mörk í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon er kominn með 100 mörk
Steven Lennon er kominn með 100 mörk
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Leiknir vann óvæntan, 1-0, sigur á Val í 21. umferð Bestu deildar karla í dag en liðið spilaði manni færri stærstan hluta leiksins. FH vann þá 6-1 stórsigur á ÍA í Kaplakrika.

FH-ingar gjörsamlega keyrðu yfir Skagamenn og buðu í veislu í Kaplakrika.

Hún byrjaði á 5. mínútu. Davíð Snær Jóhannsson var tekinn niður í teignum og var það Matthías Vilhjálmsson sem skoraði úr spyrnunni.

Vuk Oskar Dimitrijevic gerði annað mark liðsins á 16. mínútu eftir að hann fékk langa sendingu fram völlinn. Vuk var áræðinn og kom boltanum í netið framhjá Árna Marinó Einarssyni.

Skagamenn töldu sig hafa komist aftur inn í leikinn á 33. mínútu er Steinar Þorsteinsson minnkaði muninn með föstu skoti en FH-ingar héldu nú ekki. Oliver Heiðarsson gerði þriðja mark FH undir lok fyrri hálfleiksins og staðan því 3-1 í hálfleik.

Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum settu FH-ingar í næsta gír og skoruðu þrjú mörk á stuttum tíma. Fyrst var það Vuk áður en Steven Lennon potaði inn fimmta markinu tveimur mínútum síðar.

Máni Austmann Hilmarsson gerði svo sjötta og síðasta mark FH-inga undir lok leiksins og lokatölur 6-1. FH er í 10. sæti með 19 stig en ÍA á botninum með 15 stig þegar ein umferð er eftir af mótinu fyrir skiptingu.

Óvæntur sigur Leiknis á Val

Leiknismenn unnu nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Val á Domusnova-vellinum í Breiðholti en liðið spilaði manni færri stærstan hluta leiksins.

Zean Dalügge, leikmaður Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið á 19. mínútu fyrir ljóta tæklingu á Sigurði Agli Lárussyni. Klárt rautt spjald og áfram hélt leikurinn.

Valsmenn sóttu og sóttu en gátu bara engan veginn komið boltanum í markið.

Þegar níu mínútur voru eftir skoraði Birgir Baldvinsson sigurmarkið fyrir Leikni með góðu skoti á fjærstöngina og staðan 1-0.

Þetta reyndist eina mark leiksins og stór sigur fyrir Leikni sem er í 11. sæti með 17 stig en Valur í 4. sæti með 32 stig.

Gummi Magg með tvö í jafntefli gegn ÍBV

ÍBV og Fram gerðu 2-2 jafntefli á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.

Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 16. mínútu með góðu skoti eftir sendingu frá Jannik Pohl. Þetta var 13. mark hans í sumar.

Eyjamenn fóru að hóta marki og áttu dauðafæri er Andri Rúnar Bjarnason fékk boltann í teignum en skotið framhjá. Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin nokkrum mínútum síðar með góðu skoti.

ÍBV fékk fullt af tækifærum til að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en nýttu ekki og það með vindinn í bakið.

Þegar tæpur hálftími var eftir skoraði Guðmundur annað mark sitt í leiknum og það með þrumuskoti upp í samskeytin. FJórtánda mark hans í deildinni.

Eyjamenn voru hins vegar ekki hætti og tókst Telmo Castanheira að jafna metin þegar átta mínútur voru eftir. ÍBV var nálægt því að stela sigrinum undir lokin en Eiður Aron Sigurbjörnsson skallaði rétt framhjá eftir hornspyrnu.

Lokatölur 2-2. Fram er enn í séns að komast í meistarariðilinn en það þarf ýmislegt að falla með því. Liðið er í 7. sæti með 25 stig, þremur stigum á eftir Stjörnunni á meðan ÍBV er í 9. sæti með 20 stig.

Úrslit og markaskorarar:

ÍBV 2 - 2 Fram
0-1 Guðmundur Magnússon ('16 )
1-1 Alex Freyr Hilmarsson ('25 )
1-2 Guðmundur Magnússon ('64 )
2-2 Telmo Ferreira Castanheira ('82 )
Lestu um leikinn

Leiknir R. 1 - 0 Valur
1-0 Birgir Baldvinsson ('81 )
Rautt spjald: Zean Peetz Dalügge, Leiknir R. ('19) Lestu um leikinn

FH 6 - 1 ÍA
1-0 Matthías Vilhjálmsson ('5 , víti)
2-0 Vuk Oskar Dimitrijevic ('16 )
2-1 Steinar Þorsteinsson ('33 )
3-1 Oliver Heiðarsson ('41 )
4-1 Vuk Oskar Dimitrijevic ('81 )
5-1 Steven Lennon ('83 )
6-1 Máni Austmann Hilmarsson ('90 )
Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner