Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 11. september 2022 11:58
Elvar Geir Magnússon
Elías að glíma við meiðsli - Alfreð og Sævar Atli byrja hjá Lyngby
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Lyngby
Núna klukkan 12 eru að hefjast tveir leikir í dönsku úrvalsdeildinni. Nordsjælland tekur á móti Midtjylland og AaB Álaborg leikur gegn Lyngby.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki í leikmannahópi Mitdjylland en samkvæmt heimasíðu félagsins er hann að glíma við smávægileg meiðsli og ætti að snúa aftur á næstu dögum.

Á föstudaginn verður opinberaður landsliðshópur Íslands sem er að fara að leika tvo leiki; vináttuleik gegn Venesúela í Austurríki og svo Þjóðadeildarleik gegn Albaníu í Tirana sem fram fer 27. september.

Elías hefur misst sæti sitt hjá Midtjylland og vermt varamannabekkinn síðustu tvo leiki. Jonas Lössl hefur staðið í markinu. Midtjylland hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu og situr í 9. sæti.

Freyr Alexandersson og lærisveinar í Lyngby eru í neðsta sæti deildarinnar, hafa ekki unnið leik og eru með tvö stig.

Alfreð Finnbogason byrjar sinn fyrsta leik í treyju Lyngby og er í sóknarlínunni gegn Álaborg ásamt Sævari Atla Magnússyni.


Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner