Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   sun 11. september 2022 17:24
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gummi Magg: Hann flaut svona helvíti vel í samskeytin
Guðmundur Magnússon skoraði bæði mörk Fram í dag
Guðmundur Magnússon skoraði bæði mörk Fram í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Var þetta ekki bara týpískur haustleikur í Eyjum? Vindurinn hafði mikil áhrif og við byrjuðum ágætlega, náðum að halda boltanum niðri en svo fóru þeir að nýta sér vindinn og læstu okkur aðeins inni. Svo bara var seinni hálfleikurinn barátta," sagði Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í Eyjum.

Gummi taldi úrslitin vera sanngjörn og var sáttur með stigið.

„Já er það ekki bara. Þú veist, auðvitað viljum við koma hérna og ná í þrjú stig í baráttunni sem við erum í. En ég held að in the end þá eru bara allir sáttir með stigið."


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Gummi skoraði bæði mörk Fram í dag og í fyrri leik liðanna setti hann þrennu. 

,,Já, ég get sagt það sko," sagði Gummi þegar hann var spurður hvort hann elski að skora á móti ÍBV.

Annað mark Gumma var af dýrari gerðinni, fast skot upp í samskeytin af löngu færi.

„Ég fæ bara boltann þarna á miðjum þeirra helming, næ að snúa mann af mér og svo hugsa ég að nýta bara vindinn og gá hvað gerðist og hann flaut svona helvíti vel í samskeytin," sagði Gummi þegar hann lýsti markinu.

Fram komst tvisvar yfir í leiknum en náðu þó ekki að landa sigrinum í dag.

„Já þetta er svolítið svona sagan okkar í sumar. Við erum að komast yfir en náum einhvern veginn ekki að halda því. En að koma hérna á þennan völl, þú veist þeir gefast aldrei upp og bara flott hjá þeim að koma til baka en svekkjandi."

Fram mætir Keflavík í lokaumferð deildarinnar áður en tvískipt úrslitakeppni tekur við. Fram getur enn náð sæti í efri hlutanum en það þarf ýmislegt að ganga upp þeim í hag.

„Mér finnst við skulda frammistöðu frá fyrri leiknum á móti Keflavík, okkar heimavöllur og við erum alltaf sterkir þar. Við eigum ekkert að láta þetta fara í hausinn á okkur að við séum að missa af einhverju sæti eða eitthvað svoleiðis. Við eigum bara að halda áfram og vinna þann leik og sjá hverju það skilar," sagði Gummi að lokum.


Athugasemdir