Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 11. september 2022 17:24
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gummi Magg: Hann flaut svona helvíti vel í samskeytin
Guðmundur Magnússon skoraði bæði mörk Fram í dag
Guðmundur Magnússon skoraði bæði mörk Fram í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Var þetta ekki bara týpískur haustleikur í Eyjum? Vindurinn hafði mikil áhrif og við byrjuðum ágætlega, náðum að halda boltanum niðri en svo fóru þeir að nýta sér vindinn og læstu okkur aðeins inni. Svo bara var seinni hálfleikurinn barátta," sagði Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í Eyjum.

Gummi taldi úrslitin vera sanngjörn og var sáttur með stigið.

„Já er það ekki bara. Þú veist, auðvitað viljum við koma hérna og ná í þrjú stig í baráttunni sem við erum í. En ég held að in the end þá eru bara allir sáttir með stigið."


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Gummi skoraði bæði mörk Fram í dag og í fyrri leik liðanna setti hann þrennu. 

,,Já, ég get sagt það sko," sagði Gummi þegar hann var spurður hvort hann elski að skora á móti ÍBV.

Annað mark Gumma var af dýrari gerðinni, fast skot upp í samskeytin af löngu færi.

„Ég fæ bara boltann þarna á miðjum þeirra helming, næ að snúa mann af mér og svo hugsa ég að nýta bara vindinn og gá hvað gerðist og hann flaut svona helvíti vel í samskeytin," sagði Gummi þegar hann lýsti markinu.

Fram komst tvisvar yfir í leiknum en náðu þó ekki að landa sigrinum í dag.

„Já þetta er svolítið svona sagan okkar í sumar. Við erum að komast yfir en náum einhvern veginn ekki að halda því. En að koma hérna á þennan völl, þú veist þeir gefast aldrei upp og bara flott hjá þeim að koma til baka en svekkjandi."

Fram mætir Keflavík í lokaumferð deildarinnar áður en tvískipt úrslitakeppni tekur við. Fram getur enn náð sæti í efri hlutanum en það þarf ýmislegt að ganga upp þeim í hag.

„Mér finnst við skulda frammistöðu frá fyrri leiknum á móti Keflavík, okkar heimavöllur og við erum alltaf sterkir þar. Við eigum ekkert að láta þetta fara í hausinn á okkur að við séum að missa af einhverju sæti eða eitthvað svoleiðis. Við eigum bara að halda áfram og vinna þann leik og sjá hverju það skilar," sagði Gummi að lokum.


Athugasemdir
banner