Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 11. september 2022 17:24
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Gummi Magg: Hann flaut svona helvíti vel í samskeytin
Guðmundur Magnússon skoraði bæði mörk Fram í dag
Guðmundur Magnússon skoraði bæði mörk Fram í dag
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Var þetta ekki bara týpískur haustleikur í Eyjum? Vindurinn hafði mikil áhrif og við byrjuðum ágætlega, náðum að halda boltanum niðri en svo fóru þeir að nýta sér vindinn og læstu okkur aðeins inni. Svo bara var seinni hálfleikurinn barátta," sagði Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í Eyjum.

Gummi taldi úrslitin vera sanngjörn og var sáttur með stigið.

„Já er það ekki bara. Þú veist, auðvitað viljum við koma hérna og ná í þrjú stig í baráttunni sem við erum í. En ég held að in the end þá eru bara allir sáttir með stigið."


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Gummi skoraði bæði mörk Fram í dag og í fyrri leik liðanna setti hann þrennu. 

,,Já, ég get sagt það sko," sagði Gummi þegar hann var spurður hvort hann elski að skora á móti ÍBV.

Annað mark Gumma var af dýrari gerðinni, fast skot upp í samskeytin af löngu færi.

„Ég fæ bara boltann þarna á miðjum þeirra helming, næ að snúa mann af mér og svo hugsa ég að nýta bara vindinn og gá hvað gerðist og hann flaut svona helvíti vel í samskeytin," sagði Gummi þegar hann lýsti markinu.

Fram komst tvisvar yfir í leiknum en náðu þó ekki að landa sigrinum í dag.

„Já þetta er svolítið svona sagan okkar í sumar. Við erum að komast yfir en náum einhvern veginn ekki að halda því. En að koma hérna á þennan völl, þú veist þeir gefast aldrei upp og bara flott hjá þeim að koma til baka en svekkjandi."

Fram mætir Keflavík í lokaumferð deildarinnar áður en tvískipt úrslitakeppni tekur við. Fram getur enn náð sæti í efri hlutanum en það þarf ýmislegt að ganga upp þeim í hag.

„Mér finnst við skulda frammistöðu frá fyrri leiknum á móti Keflavík, okkar heimavöllur og við erum alltaf sterkir þar. Við eigum ekkert að láta þetta fara í hausinn á okkur að við séum að missa af einhverju sæti eða eitthvað svoleiðis. Við eigum bara að halda áfram og vinna þann leik og sjá hverju það skilar," sagði Gummi að lokum.


Athugasemdir
banner