Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 11. október 2020 16:21
Brynjar Ingi Erluson
„Everton verður að passa sig á særðum Liverpool-mönnum"
Virgil van Dijk og Gini Wijnaldum í leiknum gegn Aston Villa
Virgil van Dijk og Gini Wijnaldum í leiknum gegn Aston Villa
Mynd: Getty Images
Everton og Liverpool eigast við í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag en liðin eigast við á Goodison Park. Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, skrifaði dálk um þessa viðureign á Daily Mail.

Everton hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni á tímabilinu en liðið er að spila frábæran fótbolta og hafa nýju leikmennirnir náð að festa sig strax í sessi í liðinu.

LIverpool hefur unnið þrjá leiki en tapaði afar óvænt fyrir Aston Villa í síðustu umferð, 7-2, tölur sem hafa ekki sést áður hjá ríkjandi meisturum.

Liðið er sært eftir þessi úrslit en Murphy segir að það ber að varast Liverpool.

„Í fyrsta sinn í mörg ár þá fer bláa liðið inn í leikinn og býst við sigri en maður verður að vera var um sig í fótbolta og þá sérstaklega gegn liði eins og Liverpool," skrifaði Murphy í Daily Mail.

„Við vitum að leikmenn Klopp eru duglegir og með mikinn karakter fyrir utan þessi augljósu gæði auðvitað. Þeir hafa komist yfir allar hindranir síðustu ár og komið til baka eftir að hafa tapað úrslitaleikjum í Evrópukeppni og hvað þá eftir eitt tap á Villa Park."

„Ef ég væri í klefanum hjá Everton þá myndi ég segja við leikmennina að passa sig á særða dýrinu og þá sérstaklega þeim Sadio Mane, Jordan Henderson og Thiago Alcantara sem ættu allir að vera klárir í slaginn,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner