Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. október 2020 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Hann giskar bara á þetta
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, var súr og svekktur efitr 3-0 tap gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld.

Hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Þetta eru ljótar tölur. Við vorum að mæta frábæru liði en við mættum vel stemmdir í leikinn og mér fannst fyrri hálfleikurinn spilast þokkalega," sagði Hannes.

„Þeir fá þetta mark í lok fyrri hálfleiks sem kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur og eftir eina mínútu í seinni hálfleik köstum við leiknum frá okkur. Þetta eru smáatriði í þessu. Þó þeir hafi verið góðir, þá féllu hlutirnir ekki með okkur."

Það var stór spurning í fyrsta markinu hvort boltinn hafi verið inni eða ekki. Hannes segir að það hafi farið langleiðina með að rústa leiknum.

„Ég upplifi það ekki að hann hafi verið inni. Mér fannst ég ná honum, hann er hálfur inni eða eitthvað en ég næ að skófla honum. Ég held að marklínutæknin hefði aldrei dæmt þetta mark."

„Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann (línuvörðuinn) hafi séð að boltinn væri inni. Ég er búinn að sjá eitt sjónarhorn af þessu og boltinn er kominn kannski 2/3 inn og hendin á mér er fyrir sjónarhorni línuvarðarins. Það eru engar líkur á að hann hafi séð þetta, hann giskar bara."

Næsti leikur er gegn Belgíu á miðvikudagskvöld. Það verður gríðarlega erfiður leikur.

Sjá einnig:
Sjáðu "markið" sem Danmörk skoraði
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner