Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 11. október 2020 10:07
Brynjar Ingi Erluson
Tveir smitaðir hjá Brescia
Tveir hjá ítalska B-deildarfélaginu Brescia eru smitaðir af Covid-19 en félagið greinir frá þessu í tilkynningu.

Félagið sagði frá því í gærkvöldi að tvö smit hefðu komið upp hjá klúbbnum en þar kemur fram að einn leikmaður og einn úr þjálfaraliðinu smituðust af veirunni.

Brescia spilar í B-deildinni á Ítalíu eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Aðilarnir hafa báðir verið sendir í einangrun en tveir Íslendingar eru á mála hjá félaginu.

Birkir Bjarnason hefur spilað með liðinu síðasta árið og þá gekk Hólmbert Aron Friðjónsson í raðir félagsins á dögunum.
Athugasemdir
banner