Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 11. október 2021 22:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Stjörnumenn vera að reyna að fá Heimi Hallgríms
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson var orðaður við þjálfarastarfið hjá Stjörnunni í hlaðvarpinu Dr Football í dag.

Heimir er án starfs í fótboltanum eftir að hætt með Al Arabi í Katar fyrr á þessu ári. Hann er fyrrum landsliðsþjálfari þar sem hann stýrði landsliðinu inn á tvö stórmót.

„Stjörnumenn eru að reyna við Heimi Hallgrímsson. Ég er að segja ykkur það," sagði Hjörvar Hafliðason, fótboltasérfræðingur.

Þorvaldur Örlygsson þjálfaði Stjörnuna á síðustu leiktíð en hann fór í nýtt starf eftir tímabilið og er núna rekstrarstjóri hjá félaginu. Ágúst Gylfason og Jón Þór Hauksson hafa verið orðaðir við starfið hjá Stjörnunni.

„Ég trúi þessu. Ég hitti einn Stjörnumann í síðustu viku sem var að tala um þetta. Hann var að tala um þá aura sem Heimir var að biðja um í leikmannamál til þess að hann færi að hugsa þetta. Þá talaði hann um að hann vildi fá 100 milljónir á ári í nýja leikmenn," sagði Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is.

„Ég trúi þessu og vona. Það væri geggjað ef hann kæmi í Garðabæinn," sagði Albert Brynjar Ingason, sóknarmaður Fylkis.

Það yrði risastórt að fá Heimi í Pepsi Max-deildina. Hann hefur verið orðaður við félagslið í Sviss og í Rússlandi eftir að hann hætti í Katar. Sama hvað, þá verður spennandi að sjá hvert hans næsta skref verður.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner