Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 11. október 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Segja Amorim ofarlega á lista hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Miðillinn GiveMeSport segir að portúgalski þjálfarinn Ruben Amorim sé ofarlega á lista hjá Manchester United.

Amorim hefur gert ótrúlega hluti með Sporting Lisbon í Portúgal, unnið deild- og bikar tvisvar.

Undir lok síðasta tímabils voru mörg félög á eftir honum, þar á meðal Liverpool og West Ham. Amorim flaug til Lundúna í viðræður við West Ham en hafnaði félaginu og baðst síðar afsökunar á að hafa fundað með félaginu þar sem tímapunkturinn hafi ekki verið réttur.

Liverpool fékk Arne Slot á meðan West Ham tók Julen Lopetegui, en það er enn möguleiki á að Amorim mæti í ensku úrvalsdeildina.

Samkvæmt GiveMeSport er hann einn af nokkrum sem eru á lista hjá Manchester United til að taka við af Erik ten Hag.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ten Hag, sem er talinn eiga fáa leiki eftir við stjórnvölinn.

Ole Gunnar Solskjær og Thomas Tuchel hafa einnig verið orðaðir við United sem er með aðeins 8 stig í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner