Þýskaland er komið á toppinn í C-riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur liðsins á Bosníu og Hersegóvínu í kvöld en Deniz Undav, framherji Stuttgart, gerði bæði mörk Þjóðverja.
Undav gerði bæði mörk Þjóðverja í fyrri hálfleiknum. Florian Wirtz lagði upp fyrra markið á 30. mínútu og seinna markið sex mínútum síðar eftir sendingu Max Mittelstadt.
Hann setti boltann í netið í þriðja sinn snemma í síðari hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Edin Dzeko náði að minnka muninn tuttugu mínútum fyrir leikslok en lengra komust heimamenn ekki.
Þjóðverjar á toppnum í C-riðli með 7 stig, tveimur á undan Hollandi sem gerði 1-1 jafntefli við Ungverjaland í Búdapest.
Roland Sallai skoraði fyrir Ungverja á 32. mínútu. Virgil van Dijk, fyrirliði Hollendinga, fékk gula spjaldið á 77. mínútu og sitt annað gula tveimur mínútum síðar.
Þrátt fyrir liðsmuninn komu Hollendingar til baka þökk sé marki Denzel Dumfries og lokatölur því 1-1.
Í B-deildinni unnu Tyrkir 1-0 sigur á Svartfjallalandi. Tyrkland, sem er með Íslendingum í riðli, er á toppnum í D-riðli með 7 stig, en þeir mæta á Laugardalsvöll á mánudag.
A-deild:
Bosnía og Hersegóvína 1 - 2 Þýskaland
0-1 Deniz Undav ('30 )
0-2 Deniz Undav ('36 )
1-2 Edin Dzeko ('71 )
Ungverjaland 1 - 1 Holland
1-0 Roland Sallai ('32 )
1-1 Denzel Dumfries ('83 )
Rautt spjald: Virgil van Dijk, Netherlands ('79)
B-deild:
Tékkland 2 - 0 Albanía
1-0 Tomas Chory ('3 )
2-0 Tomas Chory ('63 )
Úkraína 1 - 0 Georgía
1-0 Mykhailo Mudryk ('35 )
Ísland 2 - 2 Wales
0-1 Brennan Johnson ('11 )
0-2 Harry Wilson ('29 )
1-2 Logi Tomasson ('69 )
2-2 Danny Ward ('72 , sjálfsmark)
Tyrkland 1 - 0 Svartfjallaland
1-0 Irfan Kahveci ('69 )
C-deild:
Eistland 3 - 1 Aserbaijdsan
1-0 Ioan Yakovlev ('32 )
2-0 Vlasiy Sinyavskiy ('45 )
2-1 Toral Bayramov ('45 , víti)
3-1 Rocco Robert Shein ('71 )
Slóvakía 2 - 2 Svíþjóð
0-1 Yasin Ayari ('25 )
0-2 Ken Sema ('32 )
1-2 David Strelec ('45 )
2-2 David Strelec ('72 )
Athugasemdir