Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   lau 11. október 2025 18:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ray Anthony er að taka við Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ray Anthony Jónsson verður næsti þjálfari meistaraflokks karla hjá Grindavík eftir að hafa gert flotta hluti með Reyni Sandgerði í 3. deildinni. Þetta kemur fram í útvarpsþætti Fótbolta.net.

Hann tekur við af Antoni Inga Rúnarssyni og Marko Valdimar Stefánssyni sem stýrðu liðinu síðustu tvo leiki sumarsins og tókst að forðast fall með góðum sigri gegn ÍR.

Anton Ingi og Marko Valdimar voru fengnir inn til þess að taka við af Haraldi Árna Hróðmarssyni sem var rekinn undir lok deildartímabilsins eftir óviðunandi árangur að mati stjórnar.

Þeir vildu halda áfram með félagið en Ray Anthony verður ráðinn. Marko mun starfa áfram fyrir félagið á meðan Anton leitar sér að nýju starfi.

Ray Anthony er einn af leikjahæstu mönnum í sögu Grindavíkur og á hann einnig landsleiki að baki með U21 liði Íslands og A-landsliði Filippseyja. Hann hefur áður stýrt kvennaliði Grindavíkur og reynir nú fyrir sér með karlana.

Ray þjálfaði Reyni Sandgerði í þrjú ár og endaði liðið í 4.-5. sæti í 3. deild í sumar, með 38 stig úr 22 umferðum.

   10.10.2025 16:11
Verða ekki áfram með Grindavík

Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Athugasemdir
banner
banner