
Grindavík er í þjálfaraleit en ljóst er að Anton Ingi Rúnarsson og Marko Valdimar Stefánsson sem stýrðu liðinu í síðustu tveimur leikjum liðins tímabils stýra liðinu ekki áfram.
Þeir tóku við liðinu eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn fara í lok tímabils. Liðið vann ÍR og tapaði fyrir Njarðvík en þessi þrjú stig dugðu til að halda liðinu uppi í Lengjudeildinni.
Þeir tóku við liðinu eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn fara í lok tímabils. Liðið vann ÍR og tapaði fyrir Njarðvík en þessi þrjú stig dugðu til að halda liðinu uppi í Lengjudeildinni.
Anton hefur yfirgefið Grindavík en Marko verður áfram hjá félaginu.
„Markmiðið var náttúrulega bara að halda sér uppi í þessum síðustu tveimur leikjum og það tókst. Það er ánægjuefni og það verður stemning í kvöld," sagði Anton eftir lokaumferðina.
Anton sagði jafnframt að hann og Marko hefðu áhuga á að stýra liðinu áfram en nú er ljóst að þeir halda ekki áfram saman með liðið.
Grindavík hafnaði í tíunda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Liðið snéri aftur á heimavöll sinn í Grindavík.
Fjögur félög í Lengjudeildinni eru án þjálfara. Auk Grindavík eru það Njarðvík, Leiknir og Fylkir.
Athugasemdir