Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. nóvember 2020 09:02
Magnús Már Einarsson
Jonathan Glenn leggur skóna á hilluna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonathan Glenn, framherji ÍBV, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Glenn er frá Trinidad&Tobago en hann kom fyrst til ÍBV árið 2014 og var þá hjá liðinu í tvö ár.

Glenn spilaði síðan með Breiðabliki, í Bandaríkjunum og með Fylki áður en hann gekk aftur til liðs við ÍBV fyrir sumarið 2019.

„Óhætt er að segja að Glenn hafi komið inn af krafti til ÍBV á sínum tíma þegar hann skoraði 12 mörk í deild á sínu fyrsta tímabili," segir á heimasíðu ÍBV.

„Hann sneri svo aftur 2019 eftir að hafa söðlað um en alls hefur Glenn skorað 26 mörk í 77 leikjum í deild og bikar fyrir ÍBV."

„Það er þó hreint ekki svo að Glenn sé að hverfa af braut því hann er yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu og hlakkar ÍBV til frekara samstarfs við Jonathan Ricardo Glenn. Takk fyrir leikina og mörkin og áfram ÍBV!"

Athugasemdir
banner
banner
banner