Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. nóvember 2020 16:35
Örvar Arnarsson
Búdapest
Líkindi milli Szoboszlai og Gylfa
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dominik Szoboszlai
Dominik Szoboszlai
Mynd: Getty Images
„Ungverjar hafa verið góðir, sérstaklega í Þjóðadeildinni. Þeir unnu Búlgaríu líka á útivelli og við búumst við mjög erfiðum leik á morgun," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag fyrir stórleikinn gegn Ungverjum á morgun.

Ungverskur fréttamaður spurði Hamren út í veikleika ungverska lðsins. „Öll lið hafa sína styrk og veikleika og Ungverjar eru þannig líka. Við viljum nýta hluti sem við teljum okkur geta refsað þeim fyrir en ég vil ekki segja frá þeim hér. Vonandi sjáið þetta á morgun."

Ungverjar ætluðu að hleypa 20 þúsund áhorfendum á völlinn en hætt var við þær áætlanir í vikunni eftir að kórónuveirusmitum fjölgaði þar í landi.

„Ég held tómur leikvangur muni ekki skipta svo mklu máili. Auðvitað er betra ef þú ert með fullan leikvang á heimavelli en allir leikmenn eru vanir þessu núna. Við vorum með 59 stuðningsmenn gegn Rúmeníu. Þetta skiptir ekki það miklu máli að mínu mati."

Að lokum var Erik spurður út í Dominik Szoboszlai, miðjumann Ungverja og þeirra vonarstjörnu. Hinn tvítugi Szoboszlai er á mála hjá Red Bull Salzburg:

„Báðir eru mjög góðir leikmenn, það er klárt. Það eru smá líkindi á milli þeirra. Fyrir okkur er liðið mikilvægast og ég er viss um að það er þannig hjá Ungverjum líka. Ég vil ekki tala of mikið um einstaklinga en þetta eru tveir góðir leikmenn að mínu mati," sagði Erik að lokum.
Athugasemdir
banner
banner