Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. nóvember 2020 09:38
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Ungverja smitaður - Ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Úr leik hjá Ungverjum.
Úr leik hjá Ungverjum.
Mynd: Getty Images
Marco Rossi, þjálfari Ungverja, hefur greinst með kórónuveiruna og verður hann ekki með liðinu gegn Íslandi í leiknum um umspil um sæti á EM annað kvöld.

Hinn ítalski Rossi hefur farið reglulega í skimanir í þessari viku eins og leikmenn og starfsmenn Ungverja.

Í nýjasta prófinu reyndist hann vera smitaður og því verður hann fjarri góðu gamni í leiknum annað kvöld.

Á Twitter síðu ungverska knattspyrnusambandsins er sagt að Rossi hafi verið sendur í einangrun um leið og hann greindist með veiruna.

Ungverjar ætluðu að hafa fréttamannafund sinn fyrir leikinn klukkan 11:00 í dag en þeim fundi hefur verið frestað til 19:00. Ekki hefur komið fram hvort að smitið hjá Rossi geti haft þau áhrif að leiknum verði frestað.

Giovanni Costantino, sem er í þjálfarateymi Ungverja, greindist með kórónuveiruna fyrir helgi og hann verður einnig fjarri góðu gamni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner