Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal hefur verið kallaður inn í norska landsliðshópinn fyrir komandi Þjóðadeildarleiki. Stuðningsmenn Arsenal eru ekki ánægðir með þessi tíðindi.
Ödegaard meiddist á ökkla í síðasta landsliðsglugga og var var sex vikur frá. Gengi Arsenal versnaði í hans fjaveru.
Ödegaard meiddist á ökkla í síðasta landsliðsglugga og var var sex vikur frá. Gengi Arsenal versnaði í hans fjaveru.
Ödegaard byrjaði gegn Chelsea í gær og lék allan leikinn.
Hann var upphaflega ekki í norska hópnum, sem er að fara að mæta Slóveníu og Kasakstan, en hefur verið kallaður inn. Stale Solbakken landsliðsþjálfari segir þó ekki ljóst hversu mikið hann muni spila, það verði í höndum leikmannsins og læknateymisins að ákveða það.
„Hann hefur verið frá í sex vikur og varla æft með liðinu. Að hann hafi átti þessa frammistöðu gegn Chelsea sýnir hversu vel hann hugsar um sig og hversu sterkur leiðtogi og karakter hann er," sagði Mikel Arteta eftir 1-1 jafnteflið gegn Chelsea.
Stuðningsmenn Arsenal eru allt annað en sáttir með að Ödegaard sé á leið í landsiðsverkefni og láta óánægju sína vel í ljós á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir