Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   þri 11. nóvember 2025 20:11
Snæbjört Pálsdóttir
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks
Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög spenntar, það er orðinn svolítill tími síðan við spiluðum síðasta leik þannig að það er bara frábært að spila á móti þeim. Alltaf gaman að spila á móti nýjum andstæðingum. Ég er líka bara spennt að sjá hvernig þær eru, því maður áttar sig ekki alveg hversu sterk danska deildin er, þannig að já mjög spennt." Sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í aðdraganda einvígisins gegn danska liðinu Fortuna Hjørring í Evrópubikarnum.

Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli annað kvöld kl. 18:00 og seinni leikurinn verður svo spilaður í Danmörku viku seinna.


Besta deildin kláraðist fyrir tæpum mánuði hvernig hefur verið að halda fókus?

„Við fengum svona aðeins tíma eftir. Ég fór út í landsliðsverkefni og stelpurnar fengu einhvern smá tíma svona aðeins eftir tímabil til að slaka á og hlaða batteríin en svo er þetta bara fljótt að líða og stutt í næsta leik þannig. Við vitum líka að það bíður okkur gott jólafrí eftir þetta."

„Það voru leikir á móti strákunum, eitthvað svoleiðis en það er bara fínt, það er alveg nóg."

„Þær halda mikið í boltann eru góðar í skyndisóknum þannig við erum ekki mikið að fara bregða útaf okkar hefðbundna leik. Bara halda vel í boltann og náttúrlega spilum þetta tígulkerfi, miklar opnanir upp í svæðin á köntunum, þannig við erum alveg með nokkrar leiðir sem við getum farið á móti þeim."

„Ég held að það sé bara svipað og á móti, nú man ég ekki einu sinni hvað það heitir, síðasta liðið sem við spiluðum á móti, hérna frá Serbíu., en að byrja þetta mjög vel, helst að ná inn marki snemma. Það sýnir sig bara að það skiptir máli að ná í góð úrslit á heimavelli eins og við gerðum seinast. Þannig já við byrjum þetta bara af krafti, pressa þær vel og vonast til þess að komast yfir snemma. 

„Klárlega stemning, við erum náttúrulega að spila þennan leik, fyrst íslenskra liða í þessari nýju keppni. Klárlega við höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki og koma okkur áfram."


Athugasemdir
banner
banner