Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   þri 11. nóvember 2025 20:11
Snæbjört Pálsdóttir
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks
Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mjög spenntar, það er orðinn svolítill tími síðan við spiluðum síðasta leik þannig að það er bara frábært að spila á móti þeim. Alltaf gaman að spila á móti nýjum andstæðingum. Ég er líka bara spennt að sjá hvernig þær eru, því maður áttar sig ekki alveg hversu sterk danska deildin er, þannig að já mjög spennt." Sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, við Fótbolta.net í aðdraganda einvígisins gegn danska liðinu Fortuna Hjørring í Evrópubikarnum.

Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli annað kvöld kl. 18:00 og seinni leikurinn verður svo spilaður í Danmörku viku seinna.


Besta deildin kláraðist fyrir tæpum mánuði hvernig hefur verið að halda fókus?

„Við fengum svona aðeins tíma eftir. Ég fór út í landsliðsverkefni og stelpurnar fengu einhvern smá tíma svona aðeins eftir tímabil til að slaka á og hlaða batteríin en svo er þetta bara fljótt að líða og stutt í næsta leik þannig. Við vitum líka að það bíður okkur gott jólafrí eftir þetta."

„Það voru leikir á móti strákunum, eitthvað svoleiðis en það er bara fínt, það er alveg nóg."

„Þær halda mikið í boltann eru góðar í skyndisóknum þannig við erum ekki mikið að fara bregða útaf okkar hefðbundna leik. Bara halda vel í boltann og náttúrlega spilum þetta tígulkerfi, miklar opnanir upp í svæðin á köntunum, þannig við erum alveg með nokkrar leiðir sem við getum farið á móti þeim."

„Ég held að það sé bara svipað og á móti, nú man ég ekki einu sinni hvað það heitir, síðasta liðið sem við spiluðum á móti, hérna frá Serbíu., en að byrja þetta mjög vel, helst að ná inn marki snemma. Það sýnir sig bara að það skiptir máli að ná í góð úrslit á heimavelli eins og við gerðum seinast. Þannig já við byrjum þetta bara af krafti, pressa þær vel og vonast til þess að komast yfir snemma. 

„Klárlega stemning, við erum náttúrulega að spila þennan leik, fyrst íslenskra liða í þessari nýju keppni. Klárlega við höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki og koma okkur áfram."


Athugasemdir