Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   þri 11. nóvember 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Andri saknar Orra - „Líka því hann er svo frábær utan vallar“
Andri og Orri á landsliðsæfingu.
Andri og Orri á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson hefur ekkert getað tekið þátt í undankeppni HM og er heldur ekki með í þessum glugga. Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari sagði frá því í síðustu viku að mögulega yrði hann ekki klár í slaginn aftur með Real Sociedad fyrr en eftir áramót.

„Gulrótin fyrir hann er að vera 100% klár í umspilið í mars," sagði Arnar.

Andri Lucas Guðjohnsen og Orri hafa náð vel saman í þeim landsleikjum sem þeir spila og Andri segist sakna félaga síns.

„Jú auðvitað. Líka því hann er svo frábær utan vallar," segir Andri sem er þó sannfærður um að Orri muni koma mjög öflugur til baka.

„Það er svekkjandi það sem hann er að lenda í núna en ég hef engar áhyggjur af honum. Hann er svo mikill atvinnumaður og er með hausinn rétt stilltan á. Þegar hann kemur aftur í landsliðið tökum við á móti honum fagnandi."
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Athugasemdir
banner