Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mið 11. desember 2024 20:47
Elvar Geir Magnússon
Christensen til Newcastle?
Mynd: EPA
Barcelona þarf að selja til að laga fjárhagsstöðuna og vill meðal annars losa danska varnarmanninn Andreas Christensen sem færst hefur aftar í goggunarröðinni.

Samningur Christensen rennur út 2026 og það eru ekki áætlanir um að bjóða honum nýjan samning.

Newcastle United ku vilja fá Christensen og hefur stigið fyrstu skrefin í að reyna að krækja í hann, samkvæmt frétt CaughtOffside.

Christensen er 28 ára og kom til Börsunga frá Chelsea 2022.
Athugasemdir
banner