Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum og var hetja Lille gegn Sturm Graz í Meistaradeildinni. Hann skoraði með frábæru skoti og tryggði Lille 3-2 sigur.
Staðan var 2-2 þegar Skagamaðurinn kom inn á 80. mínútu. Aðeins mínútu síðar var hann búinn að koma boltanum í netið eftir sendingu frá Jonathan David.
Hákon skoraði einnig í 3-1 sigri á Brest í frönsku deildinni á föstudag en það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur eftir beinbrot. Alvöru endurkoma af meiðslalistanum.
Lille er með 13 stig í Meistaradeildinni og er sem stendur í sjötta sætinu. Sæti sem gefur beinan þátttökurétt í 16-liða úrslitum. Liðið er öruggt með umspil að minnsta kosti. Sturm Graz er með þrjú stig.
Staðan var 2-2 þegar Skagamaðurinn kom inn á 80. mínútu. Aðeins mínútu síðar var hann búinn að koma boltanum í netið eftir sendingu frá Jonathan David.
Hákon skoraði einnig í 3-1 sigri á Brest í frönsku deildinni á föstudag en það var hans fyrsti byrjunarliðsleikur eftir beinbrot. Alvöru endurkoma af meiðslalistanum.
Lille er með 13 stig í Meistaradeildinni og er sem stendur í sjötta sætinu. Sæti sem gefur beinan þátttökurétt í 16-liða úrslitum. Liðið er öruggt með umspil að minnsta kosti. Sturm Graz er með þrjú stig.
Þá skoraði Antoine Griezmann tvívegis í 3-1 sigri Atletico Madrid gegn Slovan Bratislava. Atletico er með tólf stig en Slóvakarnir eru neðstir í deildinni, án stiga.
Lille 3 - 2 Sturm Graz
1-0 Osame Sahraoui ('37 )
2-0 Mitchel Bakker ('45 )
2-1 Otar Kiteishvili ('45 )
2-2 Mika Biereth ('47 )
3-2 Hákon Arnar Haraldsson ('81 )
Atletico Madrid 3 - 1 Slovan Bratislava
1-0 Julian Alvarez ('16 )
2-0 Antoine Griezmann ('42 )
2-1 David Strelec ('51 , víti)
3-1 Antoine Griezmann ('57 )
Athugasemdir