Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 12. janúar 2020 16:31
Elvar Geir Magnússon
Skoraði daginn eftir að bróðir hans féll frá - „Vildi gera þetta fyrir hann"
Höskuldur benti til himins þegar hann skoraði gegn ÍA í fyrra.
Höskuldur benti til himins þegar hann skoraði gegn ÍA í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Þegar Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Breiðabliks gegn ÍA á Akranesi í fyrra benti hann til himins. Markið tileinkar hann bróður sínum sem féll frá daginn áður en leikurinn fór fram.

Bróðir hans var aðeins 28 ára þegar hann lést.

„Þetta var náttúrulega það erfiðasta sem maður hefur upplifað og mesta áfall sem maður hefur lent í. Eitthvað sem maður er enn að vinna úr," sagði Höskuldur í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Höskuldur segir að mörgum hafi þótt furðulegt að hann hafi ákveðið að spila leikinn, svona stuttu eftir áfallið. Hann segist hafa farið eftir innsæinu.

„Mig langaði að spila fyrir hann, og það var 'gut' tilfinningin sem ég ákvað að fylgja. Fótboltinn var tenging okkar bræðranna og ég fór í fótbolta út af honum. Við fórum á sparkvöll saman og hann var að þjálfa mig og mér fannst voða gott í gegnum fótboltann að vinna í sorgarferlinu og gera smá meiningu úr því til að heiðra hans minningu."

„Þetta var mjög mikilvægt fyrir mig, fjölskyldu mína og alla sem þekktu hann, að skora þetta mark og tileinka honum það."

Nóttina fyrir leikinn hugsaði Höskuldur út í það hvað honum langaði að skora og tileinka það bróður sínum.

„Mig langaði svo að gera það um nóttina þegar ég hugsaði hvort ég ætti að spila leikinn eða ekki. Maður var í sjokk ástandi en mér fannst ég eiga að spila leikinn. Mörgum fannst þetta skrítið. Ég svaf ekkert um nóttina og borðaði ekkert og það var ekki 'ideal' að spila fótboltaleik en mig langaði svakalega að spila fyrir hann og fjölskylduna. Mér fannst það gott og það var styrkur fyrir fjölskylduna. Þetta var dýrmæt stund," segir Höskuldur en viðtalið má heyra hér að neðan.
Höskuldur um bróðurmissinn, Blika og landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner