Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. janúar 2021 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Manchester United á toppnum
Pogba fagnar sigurmarki sínu.
Pogba fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Getty Images
Gylfi var fyrirliði Everton í sigri í kvöld.
Gylfi var fyrirliði Everton í sigri í kvöld.
Mynd: Getty Images
Burnley 0 - 1 Manchester Utd
0-1 Paul Pogba ('71 )

Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir útisigur gegn Burnley á Turf Moor í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn einkenndist umdeildum atvikum. Bæði lið gerðu tilkall í að fá rautt spjald og eftir fimm mínútna VAR-skoðun var niðurstaðan gult spjald á Luke Shaw fyrir brot á Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Harry Maguire, fyrirliði Man Utd, skoraði svo mark sem var dæmt af. Það var umdeildur dómur.

Staðan var markalaus í hálfleik, en í byrjun seinni hálfleiks setti Man Utd aukna pressu. Man Utd náði ekki að skapa sér mörg dauðafæri gegn Burnley sem voru þéttir til baka. Á 71. mínútu var hins vegar ísinn brotinn þegar Paul Pogba átti skot sem fór af varnarmanni og í gegnum klofið á Nick Pope.

Burnley reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn og voru þeir ekki fjarri því en markið kom ekki og lokatölur 1-0 fyrir Man Utd sem er á toppi deildarinnar núna með 36, þremur stigum meira en ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool. Burnley situr í 16. sætinu.



Gylfi leiddi Everton til sigurs
Annar leikur var að klárast núna á sama tíma og þar vann Everton góðan útisigur gegn Úlfunum.

Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton í leiknum en hann spilaði 76 mínútur. Alex Iwobi kom Everton yfir snemma en Ruben Neves jafnaði leikinn stuttu síðar.

Staðan var 1-1 í hálfleik, en Michael Keane skoraði sigurmarkið fyrir Everton í seinni hálfleiknum. Lokatölur 2-1 fyrir Everton sem er komið upp í fjórða sæti með 32 stig. Wolves er með 22 stig í 13. sætinu.

Wolves 1 - 2 Everton
0-1 Alex Iwobi ('6 )
1-1 Ruben Neves ('14 )
1-2 Michael Keane ('77 )

Önnur úrslit:
England: Fyrsti sigur Sheffield United staðreynd
Athugasemdir
banner
banner