Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 12. janúar 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man ekki eftir mjög góðri frammistöðu Hazard með Real Madrid
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því hann skipti yfir til Real Madrid frá Chelsea sumarið 2019.

Hazard kom til Real Madrid fyrir upphæð sem gæti farið upp í 146 milljónir evra. Hazard þótti valda vonbrigðum á sínum fyrsta tímabili þar sem hann var mikið meiddur og spilað ekki nægilega vel þess á milli.

Á þessari leiktíð hefur hann ekki náð að stíga mikið upp frá síðustu leiktíð og hefur hann verið mikið í meiðslum.

Fjölmiðlamaðurinn Sid Lowe kveðst ekki muna eftir einni mjög góðri frammistöðu belgíska landsliðsmannsins með Real Madrid, líkt og hann sýndi í gríðarlega mörgum leikjum með Chelsea.

„Ég man ekki eftir einni mjög góðri frammistöðu hjá Hazard frá Real Madrid," sagði Lowe.

„Hann hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli og tímasetningar þeirra. Zidane mun halda áfram að spila honum þegar hann getur, reyna að spila honum í gang."

Real Madrid er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Hazard hefur spilað í sex deildarleikjum á þessu tímabili og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner